Why Iceland?
Why Iceland?: How One of the World's Smallest Countries Became the Meltdown's Biggest Casualty er bók eftir Ásgeir Jónsson, fyrrverandi yfirmann greiningardeildar Kaupþings banka, um bankahrunið á Íslandi haustið 2008. Í bókinni sem skrifuð er á ensku, rekur hann stuttlega sögu Íslands áður en hann greinir frá túlkun sinni á ástæðum þess að til bankahrunsins kom. Bókin er gefin út af bandaríska útgáfurisanum McGraw-Hill.