Washington Irving
Washington Irving (3. apríl 1783 – 28. nóvember 1859) var bandarískur rithöfundur, sagnaritari og sendiherra. Hann er þekktastur fyrir smásögurnar „Rip van Winkle“ og „The Legend of Sleepy Hollow“ sem báðar komu út í ritsafninu The Sketch Book of Geoffrey Crayon, Gent. árið 1819. Hann var sendiherra Bandaríkjanna á Spáni frá 1842 til 1846. Hann var, ásamt James Fenimore Cooper, einn af fyrstu bandarísku rithöfundunum sem varð frægur í Evrópu.