Síminn Cyclothon

(Endurbeint frá WOW Cyclothon)

Síminn Cyclothon (áður WOW Cyclothon) var lengsta götuhjólreiðakeppni á Íslandi og var haldin árlega frá 2012 til 2020. Hjólað var hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skiptu á milli sín kílómetrunum 1358. Einnig var í boði að hjóla í sólóflokk en þá hjólaði einn keppandi alla kílómetrana."[1]

Keppendur kepptust ekki einungis við að verða fyrstir í mark heldur fór fram keppni í áheitasöfnun þeirra á milli þar sem liðin leituðust við að ná sem flestum áheitum til styrktar því málefni sem keppnin styrkti hvert ár."[1]

Eftir gjaldþrot WOW Air tók Síminn við sem aðalstyrktaraðili keppninnar og hélt hana einu sinni, árið 2020. Eftir það var keppnin lögð niður.

Flokkar

breyta

Hægt var að keppa í fjórum flokkum. Þeir eru A-flokkur, B-flokkur, Sóló og Hjólakraftur. Í A- og B-flokki var svo keppt í þremur undirflokkum: karla, kvenna og blönduðum flokki.

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Um Keppnina“. WOW cyclothon (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2019. Sótt 30. júní 2019.