Vulfpeck
Vulfpeck er bandarísk fönkhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. Hljómsveitin hefur gefið út sex breiðskífur og fjórar stuttskífur. Orðið Vulfpeck þýðir ekki það sama og orðið Wolf-pack, (Hópur af úlfum) orðið þýðir lítill koss (Peck)frá úlfi (Vulf).
Meðlimir
breyta- Jack Stratton - Trommur, Gítar, Hljómborð.
- Theo Katzman - Trommur, Gítar, Söngur.
- Joe Dart - Bassi.
- Woody Goss - Hljómborð.
- Cory Wong - Gítar.
- Joey Dosik - Saxafónn, Hljómborð.
Saga
breytaÍ byrjun 2011 samanstóð Vulfpeck bara af fjórum meðlimum (Stratton, Katzman, Dart og Goss). En árið 2012 fór Joey Dosik að spila inn á plötur með hópnum. Fyrstu tvær plötur hljómsveitarinnar (Mit Peck, Vollmilch) innihéldu engann söng. Platan My First Car inniheldur lagið Wait For The Moment, en það er fyrsta lagið sem söngvarinn Antwaun Stanley söng fyrir hljómsveitina. Árið 2016 gaf Vulfpeck út plötuna The Beautiful Game, en það er fyrsta platan sem gítarleikarinn Cory Wong spilar á. Í desember 2019, spilaði hljómsveitin tónleika í tónleikahöllinni Madison Square Garden. Þeir tónleikar voru teknir upp og gefnir út á breiðskífu.
Í nóvember 2020 gaf hljómsveitin út smáskífu sem var ábreiða af laginu Something með Bítlunum. Upptakan var af tónleikum frá árinu 2017. Á tónleikunum spiluðu ásamt Vulfpeck, trommarinn Bernard Perdie og slagverksleikarinn Richie Rodriguez.