Volkhov er á í norðvestur Rússlandi. Hún er 224 km á lengd og vatnasvið hennar er 80.200 km². Hún liggur á milli Ilmenvatns og Ladogavatns, stærsta stöðuvatns í Evrópu. Á bökkum hennar er borgin Veliky Novgorod, bæirnir Kirishi, Volkhov, Novaya Ladoga og þorpið Staraya Ladoga. Áin er skipgeng og nýtt til vöruflutninga. Í henni er vatnsorkuver frá því 1926; fyrsta vatnsorkuver Sovétríkjanna.[1]

Volkhov
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Volkhov (river)“, Wikipedia (enska), 22. október 2023, sótt 18. nóvember 2023