Vindrós
Vindrós er myndræn framsetning notuð í veðurfræði til að sýna tíðni vinda á tilteknu tímabili. Vindar eru flokkaðir í 32 vindáttir, þ.e. 4 höfuðáttir og 28 milliáttir og talið hversu oft hver vindátt kemur fyrir á tímabilinu. Á vindrósina er síðan merktur punktur fyrir hverja milliátt, þ.a. fjarlægð punktsins sýni hlutfallslega tíðni hverrar áttar, og línustrik dregin milli allra punktanna.
Áttarósin í kompási er oft höfð sem grunnmynd hennar, eða eingöngu tveir ásar sem sýna höfuðáttirnar. Vindrósin birtist sem línurit (eða súlurit) og því lengra sem vindrósin teygir sig í ákvaðna átt því tíðari er vindurinn úr þeirri átt. Tíðnisveiflur þessar mynda sjálfa vindrósina.
Tengt efni
breyta- Áttarós (ö.n. kompásrós)
Tenglar
breyta- Veður og veðurfar - Loftþrýstingur og vindur Geymt 29 september 2007 í Wayback Machine
- Súluritssvindrós
- Línuritsvindrós