Vinulág
(Endurbeint frá Vinalág)
Vinulág[1][2] er lóðrétt dæld eða lægð í eftri vörinni sem liggur undir miðsnesinu á fólki að amorsboga.
Vinulág | |
---|---|
Auðkenni | |
TA98 | A05.1.01.007 |
TA2 | 222 |
FMA | 59819 |
Líffærafræðileg hugtök |
Vinulág heitir philtron (φιλτρον) á grísku, sem kemur úr philein (φιλειν) sem merkir „að elska, kyssa“. Íslenska orðið vinulág er hugsað rétt eins og það gríska það er að segja „lág“ (sem merkir „dæld“) vinkonunnar eða vinar. Þetta nýyrði er talið komið frá Bjarna Pálssyni, landlækni. Nokkrir sem skrifuðu pistlahöfundi íðorðagreina í Læknablaðinu vildu um tíma nefna þetta miðsnesisgróf[3] og efrivararrennu[3], en hvorgt heitið hefur þó náð festu í íslensku máli.
Meinafræði
breytaEf vinulágin nær ekki að myndast fullkomlega getur myndast skarð í vör. Flöt eða slétt vinulág getur verið merki um að móðir viðkomandi hafi neytt áfengis á meðgöngutíma.