Québecborg
(Endurbeint frá Ville de Québec)
Québecborg (franska Ville de Québec eða einfaldlega Québec) er höfuðstaður kanadíska fylkisins Québec og önnur stærsta borg fylkisins á eftir Montreal.
Borgin var stofnuð af Samuel de Champlain 3. júlí 1608 á stað þar sem Jacques Cartier hafði áður reist virki árið 1535 nærri búðum írókesa á bugðu við Lawrencefljót sem rennur úr Vötnunum miklu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Québecborg.