Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fundnar hljóðritanir
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fundnar hljóðritanir er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1984. Á henni syngur Vilhjálmur Vilhjálmsson íslensk dægurlög. Endurvinnsla á hljóðritunum fór fram hjá Ríkisútvarpinu og var steríó-hljómi bætt inn á. Tæknimaður: Þórir Steingrímsson. Óli Páll Kristjánsson ljósmyndari tók allar myndir á umslagi. Filmuvinna og prentun: Prisma.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fundnar hljóðritanir | |
---|---|
SG - 171 | |
Flytjandi | Vilhjálmur Vilhjálmsson |
Gefin út | 1984 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Þórir Steingrímsson |
Lagalisti
breyta- Þú ert það eina sem ég á - Lag - texti: Reed/J.Raye - Magnús Ingimarsson
- Þú verður alltaf stúlkan mín - Lag - texti: D.CIark/D.Payton - Ólafur Gaukur
- Við komum og förum - Lag - texti: Lagahöf. ókunnur - Egill Bjarnason - Anna Vilhjálms syngur með Vilhjálmi
- Farið frá - Lag - texti: Magnús Ingimarsson
- Síðasti valsinn - Lag - texti: Reed/Mason - Óskar Ingimarsson
- Bang - Lag - texti: Árni Ísleifsson - Magnús Ingimarsson
- Skíðapolkinn - Lag - texti: Árni Ísleifsson - Magnús Ingimarsson
- Hér uppi í sveit - Lag - texti: B.Hilliard/D.Miles - Ómar Ragnarsson/Magnús Ingimarsson ⓘ
- Bíddu mín - Lag - texti: Lagahöf. ókunnur- Egill Bjarnason - Þuríður Sigurðardóttir syngur með Vilhjálmi
- Nei, nei, aldrei - Lag - texti: Lagahöf. ókunnur- Egill Bjarnason - Þuríður Sigurðardóttir syngur með Vilhjálmi
- Kveðja förumannsins - Lag - texti: Gunnar Páll Ingólfsson
- Sumarnótt í Reykjavík - Lag - texti: Lagahöf. ókunnur - Jón Sigurðsson
- Flækist ég um fjarlægt land - Lag - texti: Lagahöf. ókunnur- Egill Bjarnason
- Fyrr og nú - Lag - texti: T.Roland/B.Grizzle - Egill Bjarnason
Um lögin
breytaÍ lögunum Við komum og förum og Kveðja förumannsins syngur Vilhjálmur tvíraddað. Í lögunum Farið frá og Flæktist ég um fjarlægt land syngja Anna Vilhjálms og hljómsveitin bakraddir. Í laginu Síðasti valsinn syngur Þuríður Sigurðardóttir bakraddir. Í laginu Þú ert það eina sem ég á leikur Birgir Karlsson á mandolín, í laginu Þú verður alltaf stúlkan mín leikur Garðar Karlsson á gítar. Í laginu Skíðapolkinn leikur Grettir Björnsson á harmoniku, í laginu Flæktist ég um fjarlægt land leikur Jón Sigurðsson á trompeta. Að öðru leyti var hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar skipuð á þessa leið: Magnús Ingimarsson, hljómborð, hljómsveitarstjórn og útsetningar. Birgir Karlsson, gítar, Alfreð Alfreðsson trommur, Vilhjálmur Vilhjálmsson bassi og Anna Vilhjálms söngkona (1966), Þuríður Sigurðardóttir söngkona (1967). | ||
Um plötuna
breytaÞau fjórtán lög sem hér er að finna sungin af Vilhjálmi Vilhjálmssyni hafa ekki verið gefin út fyrr. Titill plötunnar er Fundnar hljóðritanir, sem kemur til af því að þó að vitað væri, að Vilhjálmur söng þessi lög í útvarpsþáttum með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á árunum 1966 og 1967 þá var alls ekki vitað hvort hljóðritanirnar hefðu glatast eða verið geymdar. Þær komu í leitirnar fyrir stuttu og eru nú gefnar út endurunnar og bætt inn í þær steríóhljómi.
Söngur Vilhjálms nýtur sín ekki síður vel nú en á hinum mörgu plötum hans, sem vinsældum náðu. Hér er að finna fáein lög í kántrí stíl, en þann tónlistarstíl hélt Vilhjálmur upp á og söng hann lög af því tagi betur en nokkur annar íslendingur hefur gert fyrr og síðar. Vilhjálmur Vilhjálmur söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið 1965 og var það fyrir SG-hljómplötur. Hann söng 50 lög inn á plötur fyrir fyrirtækið og nú bætast fjórtán við. Þakkir eru færðar þeim sem gerðu útgáfu þessa mögulega. Á þessari plötu munu aðdáendur Vilhjálms Vilhjálmssonar heyra marga perluna sem mun bætast við þann mikla fjölda laga sem finna má á plötum Vilhjálms. Plötur, sem um ókomin ár munu halda á lofti minningunni um þennan ljúfa og raddprúða söngvara. |
||