Viktoríueyðimörkin

Eyðimörk í Vestur- og Suður-Ástralíu
(Endurbeint frá Viktoríueyðimörk)

Viktoríueyðimörkin er stærsta eyðimörk Ástralíu. Hún er í suður- og vesturhluta landsins. Eyðimörkin er 700 kílómetra löng og 348.750 ferkílómetrar að flatarmáli. Eðlur, dingóar og lítil pokadýr eru meðal dýra þar. Ársúrkoma er frá 200 til 250 mm og runnar og smágróður þrífast því hér og þar. Viktoríueyðimörkin er strjálbýl og eru flestir íbúar þar frumbyggjar.

Staðsetning.
Eyðimörkin miðað við aðrar eyðimerkur í álfunni.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Great Victoria Desert“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl. 2017.