Giljaflækja

(Endurbeint frá Vicia sepium)

Giljaflækja (fræðiheiti: Vicia sepium) er fjölær háplanta af ertublómaætt. Hún vex í graslendi í tiltölulega snauðum jarðvegi og hengir sig á aðrar jurtir. Hún verður 30-50 sm há. Blöðin skiptast í fjögur til átta smáblöð á stöngli með vafþráðum. Hún blómstrar frá júlí til ágúst tveimur til fimm blómum sem eru blá eða fjólublá að lit. Fræhirslurnar eru langir belgir sem hver inniheldur þrjú til tíu fræ.

Giljaflækja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Rosopsida
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Ættkvísl: Flækjur (Vicia)
Tegund:
V. sepium

Tvínefni
Vicia sepium
L.

Giljaflækja er fremur sjaldséð á Íslandi og finnst aðallega á suður- og suðvesturlandi, undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. Giljaflækja er ræktuð á undan hveiti á ökrum í Kína.[1]

Tilvísanir

breyta
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.