Viborg eða Véborg er borg á Jótlandi í Danmörku. Hún er stjórnarsetur fyrir héraðið Mið-Jótland. Viborg er annað landmesta sveitarfélag Danmerkur og nær yfir 3% af landinu. Íbúar eru um 97 þúsund talsins (2018).

Viborg

Viborg er ein af elstu borgum Danmerkur. Hún var byggð á 8. öld. Á miðöldum var hún mikilvæg vegna þess hversu miðsvæðis hún var. Dómkirkjan í Viborg var reist á 12. öld. Hún hefur verið brennd til grunna og endurreist nokkrum sinnum síðan.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.