Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn

Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn (enska: Copenhagen Business School; danska: Handelshøjskolen i København) oft skammstafaður og kallaður CBS (líka á dönsku), er opinber háskóli staðsettur í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann er talinn með virtustu viðskiptaskólum í Vestur-Evrópu og í heiminum.[1][2]

Merki CBS.

CBS var stofnaður árið 1917, en í dag hefur skólinn rúmlega 20.000 nemendur og 2.000 starfsmenn og býður upp á fjölbreytt úrval grunn- og meistaranámskeiða, iðulega með áherslu á þverfaglegar og alþjóðlegar rannsóknir.[3] CBS er viðurkenndur af EQUIS (European Quality Improvement System), AMBA (Association of MBAs), sem og AACSB (Associate to Advance Collegiate Schools of Business).[2]

Háskólasvæði CBS er staðsett í Frederiksberg, í nálægð við miðbæ Kaupmannahafnar, en hjarta skólasvæðisins er að finna við Solbjerg Plads, skólabyggingu sem lokið var við árið 2000. Flest námskeið við skólann eru kennd á ensku og er meira en helmingur fastráðinna kennara erlendis frá.

Tilvísanir

breyta
  1. „Eduniversal Ranking“.
  2. 2,0 2,1 „Accreditations and Rankings | CBS - Copenhagen Business School“. CBS - Copenhagen Business School. 12. júní 2012. Sótt 23. júní 2016.
  3. „Facts and figures | CBS - Copenhagen Business School“. CBS - Copenhagen Business School. 17. september 2012. Sótt 23. júní 2016.