Vestur-Nýja-Gínea
Vestur-Nýja-Gínea er vestari helmingur Nýju-Gíneu sem heyrir undir Indónesíu. Hann skiptist í tvö héruð, Papúu og Irian Jaya Barat. Áður hefur svæðið heitið ýmsum nöfnum, þar á meðal Hollenska Nýja-Gínea (til 1962), Vestur-Irian (1962 til 1973) og Irian Jaya (1973 til 2000). Svæðið var innlimað af Indónesíu árið 1969 í mjög umdeildri aðgerð.