Verkbann
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Verkbann er að mati atvinnurekenda "neyðarúrræði atvinnurekenda til að bregðast við skæruverkföllum með það að markmiði að lágmarka tjón atvinnulífsins og samfélagsins af verkföllum."[1] Verkbönn eiga við á almennum markaði, en ekki hjá ríki og sveitarfélögum (alla vega ekki á Íslandi).
Verkbann (og verkföll) er samkvæmt lögum landsins,[2] en hugtakið verkbann (líkt og með verkfall) er ekki skilgreint í lögunum.[3] "Verkföll eru margfalt tíðari en verkbönn"[3] (á Íslandi, og erlendis, sjaldgæft í mörgum löndum). Hugtakið verkbann sé ekki skilgreint í lögunum, en "samkvæmt skilgreiningu Björns Þ. Guðmundssonar er verkbann það þegar einn eða fleiri atvinnurekendur stöðva vinnu að einhverju leyti eða öllu hjá launþegum sem eiga aðild að einu eða fleiri stéttarfélögum í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum [..] Venjulega er verkbanni beitt sem mótleik gegn verkfalli af hálfu stéttarfélags."[3]
Dæmi um verkbann er er (fyrirhugað) verkbann frá kl. 16:00 mánudaginn 6. mars 2023 (sem samþykkt var með yfirgnævandi meirihluta atkvæða) sem "nær til félaga í Eflingu, sem starfa á félagssvæði Eflingar og sinna störfum sem falla undir almennan kjarasamning eða veitinga- og gistihúsasamning SA og Eflingar. Það þýðir að fyrirtæki hafa ekki val um þátttöku í verkbanni heldur ber öllum framangreindum hópum að leggja niður störf."[1]
Samkvæmt Samtökum atvinnulífsins er (það) verkbann "algjört neyðarúrræði aðila í kjaradeilum sem felur í sér vinnustöðvun. [með þann tilgang] að þrýsta á að kjarasamningar náist."[1]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Hvað þýðir verkbann?“. www.sa.is. Sótt 27. febrúar 2023.[óvirkur tengill]
- ↑ „80/1938: Lög um stéttarfélög og vinnudeilur“. Alþingi. Sótt 28. febrúar 2023.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 „Verkbann hjá ríki og sveitarfélögum“. Alþýðusamband Íslands. Sótt 27. febrúar 2023.