Vercingetorix (d. 46 f.Kr.) var leiðtogi Averna og annarra Galla í Gallastríðunum gegn Rómverjum. Vercingetorix beið ósigur fyrir Júlíusi Caesari í orrustunni við Alesiu. Hann var handsamaður og færður til Rómar þar sem hann var tekinn af lífi fimm árum síðar í hefðbundinni sigurhátíð.

Minnismerki um Vercingetorix eftir Aimé Millet við Alise-Sainte-Reine í Frakklandi, reist 1865.
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.