Verðlagning náttúruauðlinda
Verðlagning náttúruauðlinda er ólík eftir eðli þeirra og notagildi. Á þeim stöðum í heiminum þar sem lítið er af auðlind og óhagkvæmt að flytja hana milli landa er verðið gjarnan hærra. Sömuleiðis eru þær náttúruauðlindir sem eru óendurnýjanlegar jafnan seldar á hærra verði en þær endurnýjanlegu. Markaðsvirði náttúruauðlinda fer einnig eftir því hvort verið sé að nýta þær beint í upprunalegu formi og mynd eða hvort verið sé að nýta þær í umbreyttu formi og þá óbeint. Magn og gæði náttúruauðlinda geta verið undir áhrifum frá mannavöldum og skiptir sjálfbærni gríðarlega miklu máli í því samhengi. Minnkandi jaðareftirspurn á við um náttúruauðlindir vegna þess að fólk er tilbúið að borga meira fyrir náttúruauðlind sem minna er til af.
Náttúruauðlindir veita ólíka efnahagsþjónustu og skiptir framboð og eftirspurn máli hvað þær varðar eins og önnur hagfræðileg álitaefni. Jaðarkostnaður og jaðarvilji fólks (vilji fólks til að borga fyrir eina einingu til viðbótar) eru notaðir sem mælikvarðar til að ákvarða verð á hverri nýtingu. En þar er ekki tekið tillit til úthrifa og reiknað með fullkominni samkeppni á markaði. Það getur verið hagkvæmt að mishátt gjald sé rukkað fyrir ólíka hópa neytenda ef jaðarkostnaður af þjónustu náttúruauðlindarinnar er ekki sá sami fyrir hvern þeirra.[1]
Heimildir
breyta- ↑ Barry Field. (2008). Natural resource economy. Long Grove: Waveland Press.