Ytri áhrif

(Endurbeint frá Úthrif)

Ytri áhrif eða úthrif eru þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ábata eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ábatann eða kostnaðinn. Ytri áhrif eru ýmist jákvæð eða neikvæð. Jákvæð ytri áhrif eru þegar þriðji aðili verður fyrir ábata; sem dæmi má nefna að vel hirt fasteign er jákvæð fyrir umhverfið og veldur hærra fasteignaverði í umhverfi sínu en ella. Neikvæð ytri áhrif eru þegar þriðji aðili verður fyrir kostnaði; sem dæmi má nefna að brennsla bensíns hefur í för með sér loftmengun sem veldur ónæði og kostnaði fyrir aðila í umhverfinu. Neikvæð ytri áhrif valda því að neysla eða framleiðsla er meiri en sem samsvarar samfélagslegri hagkvæmni; jákvæð ytri áhrif valda of lítilli neyslu eða framleiðslu.

Ytri áhrif verða vegna þess að viðskiptakostnaður og/eða skortur á vel skilgreindum eignarrétti veldur því að þeir sem valda ytri áhrifunum og þeir sem verða fyrir þeim geta ekki samið sín á milli um lausn. Í slíkum tilfellum er oft hægt að auka samfélagslega velferð með ríkisinngripum, svo sem Pigou-sköttum eða kvótakerfum.


Heimild

breyta
  • Mankiw, N. Gregory og Taylor, Mark P (2008). Economics. Cengage Learning. bls. 189-205. ISBN 978-1-84480-133-6.
   Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.