Vedatímabilið
(Endurbeint frá Vedamenningin)
Vedatímabilið er í sögu Indlands tímabilið þegar Vedaritin, elstu rit hindúatrúar voru samin. Rigveda, elsta rit hindúa, varð til sem munnleg hefð milli 1700 og 1100 f.Kr. Vedaritin eru samin á vedískri sanskrít, sem er indóarískt mál. Vedamenningin blómstraði á þessum tíma í norðvesturhluta Indlandsskaga. Endalok Vedamenningarinnar markast meðal annars af innrás Daríusar 1. Persakonungs árið 515 f.Kr. en lok Vedatímabilsins miðast við árið 500 f.Kr.
Rigveda segir frá nokkrum ættbálkasamfélögum hirðingja sem takast á. Síðar á Vedatímabilinu urðu til lítil konungsríki þegar landbúnaður varð ríkjandi frá 11. öld f.Kr.