Vatnsmerki

dauf mynd í pappír sem birtist við gegnumlýsingu

Vatnsmerki er mynd eða mynstur í pappír sem verður sýnilegt þegar lýst er í gegnum pappírinn. Vatnsmerki er mótað í pappírsmaukið áður en pappír er þurrkaður þannig að pappírinn verður mismunandi þykkur. Ljós svæði í vatnsmerki eru þannig þynnri en dökk svæði. Vatnsmerki hafa þekkst í pappírsgerð síðan á 13. öld á Ítalíu. Vatnsmerki eru gjarnan notuð sem öryggisatriði í skjölum á borð við peningaseðla, vegabréf eða frímerki sem vörn gegn fölsunum.

Vatnsmerki í 20 evruseðli.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.