Vatnshellir er íslenskur hellir og vinsæll ferðamannastaður í Purkhólahrauni á Snæfellsnesi. Munni hans er í niðurfalli í hrauninu við þjóðveginn skammt austan Purkhóla. Frá niðurfallinu ganga álmur í gagnstæðar áttir. Byggt hefur verið yfir innganginn í aðalálmuna og henni lokað en einungis er hægt að fara í hellinn í fylgd leiðsögumanna sem starfa við hellinn. Hellirinn er djúpur og á tveimur hæðum. Tröppur liggja niður í hann og í honum er engin lýsing. Fólk sem kemur í hellinn fær leiðsögn, ljós og hjálma gegn gjaldi. Fjölbreytilegar hraunmyndanir eru í hellinum og segja má að hann hafi flest það til að bera sem prýða má hraunrásarhelli. Nafnið Vatnshellir er þannig til komið að þangað mátti sækja vatn þegar brunnar í nágrenninu voru að þrotum komnir.

Stiginn niður í Vatnshelli.

Tenglar breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.