Sundknattleikur
(Endurbeint frá Vatnapóló)
Sundknattleikur er hópíþrótt sem fer fram í sundlaug. Sex keppendur eru í liði auk eins markvarðar. Keppendurnir reyna að skora mörk hjá andstæðingnum með bolta sem þeir henda og slá á milli. Keppendur mega ekki nota báðar hendur til að grípa eða slá. Þeir mega ekki snerta botninn með fótunum þannig að þeir þurfa að synda eða troða marvaðann alla sóknina. Markverðir mega nota báðar hendur og snerta botninn.