Vallardagslátta
Vallardagslátta var mælieining í íslenskum landbúnaði og var meðaldagsverk fullgilds sláttumanns við slátt með orfi og ljá. Vallardagsláttan var 3193 m², eða 0,32 hektarar, og tíðkaðist notkun hennar fram undir lok 19. aldarinnar þegar fór að bera á notkun hestasláttuvéla á Íslandi.
Afköst sláttumanna jukust með tilkomu svokallaðra orfhólka þar sem ljánum var stungið upp í orfskaftið í stað þess að hanga laflaust á því; bundið með snæri.