Valdimar Víðisson
Valdimar Víðisson fæddur 10. september 1978 er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og skólastjóri Öldutúnsskóla. Hann sat sem varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022. Valdimar mun taka við embætti bæjarstjóra Hafnarfjarðar í byrjun árs 2025 af Rósu Guðbjartsdóttur en fram að því gegnir hann embætti formanns bæjarráðs.
Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.