Val di Chiana

Val di Chiana er um 100 km langt hallandi dalverpi í Toskana á Ítalíu sem nær frá rótum Appennínafjalla í norðri að sléttunni kringum Orvieto í suðri. Dalurinn dregur nafn sitt af ánni Chiana sem nú rennur í Chiana-skurðinum í dalnum miðjum. Chiana var þverá Tíber en á tímum Ágústusar var hún stífluð þar sem rómverskir verkfræðingar töldu hana skapa flóðahættu. Við þetta hægði á rennsli hennar og dalbotninn breyttist smám saman í mýri og byggðin fluttist yfir á hæðirnar í kring. Í byrjun 19. aldar var skurðurinn gerður eftir nánast öllum hinum gamla árfarvegi og látinn renna í Arnó.

Chiana-skurðurinn.
Val di Chiana, 1789

SveitarfélögBreyta

Dalurinn skiptist milli sýslnanna Arezzo og Siena og eftirfarandi sveitarfélaga:

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.