Vímara Peres (um 820873) var kristinn stríðsherra á vesturströnd Íberíuskagans. Hann var lénsmaður Léon konungs sem sendi hann til að endurheimta lönd frá márum á vesturströnd Galíseu á milli ánna Minho og Douro. Meðal þess landssvæðis sem hann náði var borgin Portus Cale, síðar nefnd Porto og sem landið Portúgal dregur nafn sitt af. Auk Portó náði Peres borginni Vimaranis úr höndum mára en sú borg er í dag nefnd Guimarães og álíta Portúgalar að vagga siðmenningar þeirra liggi þar.

Stytta af Vimara Peres í Porto