Vætudúnurt
Vætudúnurt (fræðiheiti: Epilobium ciliatum) er plöntutegund af eyrarrósarætt. Vætudúnurt vex á Íslandi aðallega í og nálægt þéttbýli, í skurðum og ruslahaugum.[2] Hún er upphaflega frá N-Ameríku, en hefur breiðst út um Evrópu og víðar á síðustu öld.[3]
Vætudúnurt | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Epilobium ciliatum subsp. watsonii
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Epilobium ciliatum Raf.[1] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Epilobium adenocaulon Hausskn. |
Vætudúnurt líkist helst runnadúnurt (E. montanum) á grynnri tenningu og lengri blaðstilkum.[2] Hún er öll mun stærri en innfæddar tegundir og þekkist auðveldlega á því.
Tilvísandir
breyta- ↑ Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2019). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist“. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 53512625. Sótt 11. nóvember 2019.
- ↑ 2,0 2,1 Flóra Íslands (án árs). Vætudúnurt - Epilobium ciliatum. Sótt þann 18. ágúst 2023.
- ↑ „American Willowherb“. NatureGate. Sótt 24. desember 2013.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Epilobium ciliatum.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Epilobium ciliatum.