Vængjasláttur í þakrennum

Vængjasláttur í þakrennum er bók eftir Einar Má Guðmundsson var skrifuð 1983 og var gefinn út af Almenna bókafélaginu, Reykjavík.

Söguþráður

breyta

Sagan á að gerast í kringum sjöunda áratuginn og fylgjumst við með Jóhanni Péturssyni. Hann er sögumaðurinn og sjáum við hans viðhorf til hlutanna í gegnum bókina. Jóhann og bróðir hans Tryggvi eiga sérstakt áhugamál, Dúfnasöfnun en á þeim dögum var þetta vinsælt meðal strákanna í hverfinu. Þeir fengu þessa hugmynd frá hugmyndaríkum rakara í hverfinu sem hafði ætíð mikinn áhuga á dúfum. Dúfurnar sem strákarnir söfnuðu gat notast sem gjaldmiðill til Antons rakara en hann klippti strákana í staðin og voru strákarnir komnir með hátískuklippingar allir saman. Kassar voru smíðaðir og var mikið lagt í nýjungar til dúfnaveiðanna. Vinur þeirra Diddi oft kallaður Diddi dúfa var talinn vera dúfna kóngurinn því hann átti svo margar og var þetta mikið veldi að mati strákanna og annarra. Þessir strákar unnu sér vel við dúfuveiðarnar en hrekkjusvínin voru ekki langt undan en þeir voru leynifélag sem þutu um götur Reykjavíkur á skellinöðrum og brutu og brömluðu. Mikill rígur var milli þeirra og stofnuðu Dúfuvinirnir samtökin FUF eða félag unglinga í fjölbýlishúsum til að varðveita og standa fyrir málstað sínum. Mikill götuslagur varð milli þessara tveggja samtaka og voru barefli, tjara og glerbrot meðal árasavopna í bardaganum. Lögreglan kom oft til sögu til að grípa til aðgerða leynifélagssinns og voru þeir að verki m.a. þegar þeir hleyptu villiköttum til Antons rakara og voru þeir búnir að slátra öllum dúfunum hans. Hápunktur sögunnar var þegar lögreglan kom upp um þá og umkringdu þá í fylgsninu sínu og fundu þar á meðal ránsfeng úr kjörbúðum, áfengi og fjöldan allan af bareflum. Seinna með voru íbúar hverfisins orðnir þreyttir á þessum dúfum þegar allt var farið að vera í dúfnaskít og voru þær farnar að valda fólki andvöku um nætur. Bylting varð hjá íbúum og var komið að hreinsunardegi. Anton rakari kom með hugmynd að stofnun Sameinaðs dúfnafélags en sú humynd var fljótt vísað á bug. Flestar dúfurnar voru reknar en rauðhærði dúfnakóngurinn leiddi dúfurnar líkt og Móses yfir elliðárnar frá bænum og sendi þær á brott og hafa ekki sést síðan þá í borginni.