Uummannaq
Uummannaq, er bær á norðvesturströnd Grænlands með um 1300 íbúa (2013). Bærinn er á samnefndri eyju sem er um það bil 12 km² að flatarmáli. Hann er 590 km fyrir norðan heimskautsbaug. Staðsetning: 70° 40'N og 58° 08' V. Uummannaq er hluti af sveitarfélaginu Avannaata. Uummannaq ber nafn af samnefndu fjalli rétt við bæinn, fjallið nær 1170 m hæð. Það er hjartalaga enda þýðir nafnið Uummannaq „hjartalaga“. Aðalatvinnuvegir eru fiskveiðar og selveiði auk ferðamennsku.
Múmíur
breytaÍ nágrenni við bæinn er forn vetrarbyggð sem kallast Qilakitsoq. Þar varð árið 1972 einhver merkasti fornleifafundur á Grænlandi. Það voru sérlega vel varðveittar múmíur af sex fullorðnum og tveimur börnum. Með C-14 aldursgreiningu er hægt að sjá að þau létust um 1475. Múmíurnar eru nú á Þjóðminjasafninu í Nuuk.
Veðurfar
breytaÁ Uummannaq-svæðinu ríkir þurrt heimskautaloftslag með um það bil 2000 sólskinsstundum og um það bil 100 mm ársúrkomu. Í köldustu mánuðunum, febrúar og mars, getur frostið farið niður í 35 stig eða meira en hins vegar getur hitinn orðið 15 til 18° C á sumrin. Í Uummannaq er vetrarmyrkur frá 7. nóvember til 4. febrúar enn í staðinn skín miðnætursólin frá 16. maí fram til 28. júlí.