Brenninetla

(Endurbeint frá Urtica dioeca)

Brenninetla (einnig: natra, notrugras eða nötrugras) (fræðiheiti: Urtica dioica) er planta af netluætt. Hún er með örsmá grágræn blóm í þéttum blómskipunum. Brenninetla getur verið allt frá 40 til 120 cm á hæð.

Brenninetla
Urtica dioica ssp. dioica
Urtica dioica ssp. dioica
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Netluætt (Urticaceae)
Ættkvísl: Urtica
Tegund:
U. dioica

Tvínefni
Urtica dioica
L.

Hún er frekar sjaldgæfur slæðingur hér á landi, nema í nánd við mannabústaði, og þá oftast í görðum eða í nánd við ræktaða garða. Hún blómgast í júlí. Laufblöð, stönglar og blaðstilkar eru með grófum um 2 mm löngum brennihárum, sem vernda plöntuna gegn snertingu manna og dýra. Af þessum eigindum hennar hefur hún fengið nafn sitt.

Tilvísanir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.