Úralfjöll

(Endurbeint frá Uralskije gori)

Úralfjöll (rússneska Ура́льские го́ры, Uralskije gori) eru 2500 km langur fjallgarður sem liggur nokkurn veginn í norður-suður eftir miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá sléttunum í Kasakstan meðfram norðurlandamærum landsins að Norður-Íshafinu í norðri. Landfræðilega skipta fjöllin evrasíska meginlandinu milli Evrópu og Asíu. Hæsta fjallið er Narodnaja (1895 m hátt). Þar hafa Rússar lengi urðað kjarnorkuúrgang sinn.

Kort af Úralfjöllum.

Novaja Semlja-eyjaklasinn er talinn vera framhald af Úralfjöllum.

Tenglar

breyta
  • „Hvar eru Úralfjöllin?“. Vísindavefurinn.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.