Upplýsingatækni í skólakerfinu

Upplýsingatækni felur í sér meðhöndlun, dreifingu og miðlun upplýsinga. Þessum upplýsingum er miðlað til að mynda með notkun tölva, fjarskiptanets, sjónvarps, hugbúnaðar og internets. Tölvukerfi og tölvuforrit eru helsta undirstaða upplýsingatækninnar. Upplýsingatækni er mikið notuð í viðskipta– og atvinnulífinu þar sem geymsla, endurheimtun og miðlun gagna er nauðsynleg daglegu starfi.

Upplýsingatækni hefur einnig hagnýtt hlutverk í skólakerfinu fyrir kennslu og kennsluhætti. Kennarar og nemendur hafa nýtt sér upplýsingatækni til að miðla og stýra upplýsingum.

Leikskólar breyta

Tölvur og spjaldtölvur eru meðal annars notaðar til þess að kenna börnum að lesa og skrifa. Það hefur verið sýnt fram á að með því að nota kennsluleiki í spjaldtölvum örvast málþroski barna, dæmi um slíkan leik er „Stafakarlinn“. Kennsla í leikskólum með notkun upplýsingatækni (notkun tölva, spjaldtölva) bætir einnig félagsfærni, þar sem börnin þurfa að læra að bíða eftir að komast í tölvurnar, kenna hvort öðru á þær og hjálpast að í leikjum. Með notkun tölva og snertiskjáa eykst einnig hreyfifærni (sérstaklega fínhreyfingar) og samhæfing hreyfinga hjá börnum. Dæmi um slíkt er að stjórna tölvumús og fylgja bendlinum eftir með augunum. Svo spjaldtölvur og tölvur geta haft hvetjandi áhrif á börn til þess að læra og auðvelda námið töluvert.

Tölvurnar nýtast líka í samskiptum leikskólans við foreldra. Sumir leikskólar senda til dæmis foreldrum póst í lok hverrar viku þar sem farið er yfir allt sem gert var. Einnig sjá foreldrar myndir úr starfinu í gegnum tölvuna svo auðvelt er að fylgjast með starfinu sem fer fram á leiskólanum. Flestir leikskólar eru einnig með heimasíður þar sem hægt er að sjá helstu fréttir eins og til dæmis sumarfrí, jólafrí, og alls konar uppákomur. Einnig fara skráningar veikinda og fjarveru barna fram í gegnum tölvuna á sumum leikskólum.

Einnig er farið að notast við tölvur eða spjaldtölvur í foreldraviðtölum. Þá er búið að setja allt inn í sér möppu fyrir viðkomandi barn og þá geta foreldrar skoðað allt starfið yfir veturin í heild sinni. En upplýsingatækni er í mikilli þróun á leikskólum landsins svo ekki eru allir leikskólar komnir langt á veg með að nýta sér alla þessa tækni.

Grunnskólar og Framhaldsskólar breyta

Í mörgum grunnskólum og framhaldsskólum á Íslandi eru borðtölvur (sumir skólar nota einnig spjaldtölvur og fartölvur) notaðar við kennslu. Notkun tölva í grunnskólum er þó mest í efri bekkjum. Dæmi eru um að kennarar noti samfélagsmiðla til að miðla upplýsingum og kennsluefni til nemenda sinna og foreldra þeirra. Í þessu samhengi má helst nefna Facebook (þar sem hægt er að stofna lokaða hópa til að dreifa kennsluefni og upplýsingum) og Youtube (þar sem hægt er að setja inn kennslumyndbönd). Með tilkomu snjallsíma geta nemendur sjálfir tekið upp myndbönd af verkefnum sínum (til dæmis tilraunum) og deilt með kennurum og nemendum. Margir kennarar hafa einnig notað Facebook síður til að safna saman námsefni og halda því aðgengilegu fyrir nemendur sína. Upplýsinga -og námskerfið Mentor hefur verið mikið notað á Íslandi í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.[heimild vantar] Mentor er með yfir 20 ára reynslu af rekstri og þróun upplýsingakerfa fyrir skóla. Með kerfinu var hægt að bæta upplýsingamiðlun til foreldra skólabarna, tækni í skólastarfi og hægt að innleiða nýjar kennsluaðferðir. Einnig var bætt við Mentor „appi“ fyrir snjallsíma. Forritið gerir kennurum kleift að halda utan um það efni sem nýtt er í kennslu, hægt er að setja inn kennsluáætlanir, verkefni og fleira. Nemendur geta sótt verkefni sín gegnum netið og hlustað eða horft á leiðbeiningar eins og þeir vilja. Foreldrar barnanna geta fylgst með námsframvindu þeirra, ástundun og verið í gagnvirku sambandi við kennarana.

Háskólar breyta

Flestir nemendur Í háskólum á Íslandi notast við fartölvur/spjaldtölvur í námi sínu.[heimild vantar] Kennsla fer að miklu leyti fram gegnum tölvur (með fyrirlestrum til dæmis) og gegnum samskipti á netinu. Í háskólum (og flestum framhaldsskólum) eru svokölluð „innranet“ eins og til dæmis MySchool og Uglan. Þessi kerfi gera nemendum skólans kleift að nálgast stundaskrár, próf, einkunnir og verkefni gegnum netið, ásamt því að vera í samskiptum við kennara og aðra nemendur. Notkun upplýsingatækni er því einstaklega hentug leið fyrir til dæmis fjarnámskennslu. Þá geta nemendur ekki sótt hefðbundna tíma á vegum skólans. Með slíkri tækni er hægt að fylgjast með fyrirlestrum í beinni „útsendingu“ gegnum beint „stream“ og jafnvel senda kennaranum fyrirspurnir í tímum gegnum netið. Margir nemendur og kennarar nota einnig samfélagsmiðla (til dæmis hópa á Facebook) til að deila upplýsingum sín á milli. Helsti ókostur við notkun tölva, snjallsíma og annarra tækja við kennslu væri möguleg truflun að völdum þeirra, ef nemendur eru að nota tækin í tímum í öðrum tilgangi en ætlast er til. Einnig getur símar valdið truflun í prófum. En af ofangreindu má sjá að upplýsingatækni gegnir mikilvægu hlutverki í skólakerfinu þegar kemur að samskiptum og gagnvirku upplýsingaflæði milli kennara og nemenda.