Upphrópun

(Endurbeint frá Upphrópanir)

Upphrópun (skammstafað sem uh.) er óbeygjanlegt smáorð sem hrópað eða kallað er upp og lýsir tilfinningum, t.d. undrun, gleði, viðbrögðum, ótta, afstöðu og sorg. Upphrópun getur jafngilt heilli setningu; t.d. Ha? Upphrópun getur stundum orðið að nafnorði, t.d. Sagðirðu ha?. Bæta þær þá við sig greini eins og önnur nafnorð; Þú ert nískur á jáin.

Dæmi breyta

  • Já.
  • Nei.
  • Góðan dag.
  • Hæ.
  • Hó.
  • Jæja.
  • Þei.
  • Uss.
  • Svei.
  • Æ.
  • Ó.
  • Ú.
  • Ái.
  • Iss.
  • Oj.

Heimild breyta

  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
  • Óbeygð orð.
  • Upphrópanir. Geymt 15 febrúar 2005 í Wayback Machine
  • Smáorð.