Uppfærsluréttur
Uppfærsluréttur er ólögfestur réttur innan veðréttar er felur í sér að við brottfall eða minnkun veðs í veðröð skuli næsta veð fyrir neðan færast ofar sem því nemur. Þessi réttur virkjast sjálfkrafa og þarfnast því ekki atbeina veðhafa, en hins vegar er hann ekki til staðar nema samið hafi verið um hann. Sé slíkur réttur ekki til staðar hefur veðsalinn almennt heimild til að setja önnur veð í stað þeirra er féllu niður, en þó ekki með hærri fjárhæðum en veðið sem var þar áður.