Washington-háskóli
íkisrekinn rannsóknarháskóli í Seattle í Washington í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá University of Washington)
Washinton-háskóli (University of Washington eða UW) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli í Seattle í Washington í Bandaríkjunum, stofnaður árið 1861. Hann er stærsti háskóli norðvesturríkjanna í Bandaríkjunum og meðal elstu ríkisháskóla á vesturströndinni. Skólinn hefur þrjú háskólasvæði en auk aðalháskólasvæðisins í Seattle eru einnig háskólaútibú í Tacoma og Bothell.
Við skólann starfa tæplega 6 þúsund háskólakennarar og aðrir starfsmenn eru á 17. þúsund. Nemendur eru tæplega 43 þúsund talsins en rétt rúmlega 30 þúsund þeirra stunda grunnám og um 13 þúsund framhaldsnám.
Einkunnarorð skólans eru lux sit (á latínu) og þýða „megi vera ljós“.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Washington-háskóla.