Ungt jafnaðarfólk

(Endurbeint frá Ungir jafnaðarmenn)

Ungt jafnaðarfólk er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar og var stofnuð 11. mars árið 2000. Forseti samtakanna árið 2023 er Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannasdóttir. Hreyfingin hefur það markmið að efla nýsköpun og frumkvæði ungs jafnaðar- og félagshyggjufólks. Um fimm þúsund félagar eru skráðir í hreyfinguna á landsvísu.

Málgagn Ungs jafnaðarfólks kallast Jöfn og frjáls, og er gefið út einu sinni á ári að jafnaði.

Katrín Júlíusdóttir var formaður félagsins 2000–2001, Ágúst Ólafur Ágústsson var formaður 2001–2003, en þau settust bæði á þing fyrir Samfylkinguna árið 2003.

Tenglar breyta

   Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.