Umfeðmingur (fræðiheiti: Vicia cracca) er jurt af ertublómaætt, sem ber blá blóm.

Umfeðmingur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Flækjur (Vicia)
Tegund:
Umfeðmingur

Tvínefni
Vicia cracca
L.
Vicia cracca

Greiningareinkenni

breyta

Blómin eru einsamhverf og mörg saman á stilklöngum klösum. Króna blómanna er 1 sm á lengd. Í hverju blómi eru 5 fræflar en einungis 1 fræva.

Blöðin eru fjöðruð og hafa 8 til 10 pör af langoddbaugóttum, broddyddum og hærðum smáblöðum. Á endum blaðanna koma fram langir vafþræðir sem sjá um að blómið haldist upprétt þrátt fyrir veikburða stilk.

Umfeðmingur verður 20 til 50 cm hár og vex í graslendi, sléttum engjum og annars staðar á láglendi.

Tilvísanir

breyta
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.