Um samsæri Catilinu
Um samsæri Catilínu (á latínu: Bellum Catilinae eða De Catilinae coniuratione) var fyrsta útgefna ritverk rómverska sagnaritarans Sallustiusar og segir frá atburðum ársins 63 og 62 f.Kr. Fornfræðingurinn Theodor Mommsen hélt því fram að fyrir Sallustiusi hefði vakað að hreinsa velgjörðarmann sinn Júlíus Caesar af aðild að samsærinu.
Sallustius gerir ráð fyrir að í Rómaveldi hafi átt sér stað siðferðishnignun sem hann virðist telja að ógni pólitískum stöðugleika og friði.
Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.