Suður-Kaliforníuháskóli

einkarekinn rannsóknarháskóli í Kaliforníu í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá USC)

Suður-Kaliforníuháskóli (e. University of Southern California, USC,SC eða Southern California) er einkarekinn rannsóknarháskóli í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Skólinn var stofnaður árið 1880 og er hann því elsti einkarekni rannsóknarháskóli Kaliforníu.

Mudd Hall

Við skólann stunda rúmlega 16 þúsund nemendur grunnnám og rúmlega 17 þúsund framhaldsnám. Á fjórða þúsund háskólakennarar starfa við skólann auk tæplega 1400 lausráðinna háskólakennara og á níunda þúsund annarra starfsmanna. Háskólasjóður skólans nemur 3,6 milljörðum Bandaríkjadala. Árið 2012 var háskólinn númer 24 (ásamt UCLA og University of Virginia) á lista yfir bestu háskóla Bandaríkjanna samkvæmt U.S. News & World Report.

Einkunnarorð skólans eru (á latínu) palmam qui meruit ferat og þýða „sá beri pálmann sem verðskuldar hann“.

Tenglar

breyta