Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna

(Endurbeint frá UNICEF á Íslandi)

Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna (UNICEF) var stofnuð í desember 1946 eftir seinni heimsstyrjöldina. Heimstyrjöldin skildi mörg börn eftir án matar, fata og öruggs húsaskjóls og því var UNICEF stofnað. UNICEF átti aðeins að vera tímabundið verkefni sem átti að sinna börnum úr stríðinu en 1953 var samþykkt að gera þau að formlegri undirstofnun allsherjaþingsins. Árið 1965 fengu þau friðarverðlaun nóbels fyrir að sameins heimsbygðinna í að vinna að réttindum barna.         

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
Merki Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna
SkammstöfunUNICEF
Stofnun1946; fyrir 79 árum (1946)
HöfuðstöðvarFáni Bandaríkjana New York-borg, Bandaríkjunum
FramkvæmdastjóriHenrietta H. Fore
MóðurfélagAllsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna
Vefsíðaunicef.org
unicef.is

Allt starf UNICEF byggist á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem er einn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims. Börn eru hópur einstaklinga sem eiga að njóta sömu réttinda og fullorðnir og kemur það fram í mannréttindaryfirlýsingu SÞ frá 1948. En vegna þess að börn hafa ekki sama þroska og reynslu og fullorðið fólk njóta þau ekki sömu stjórnmálalegra réttinda og fullorðnir eins og t.d kosningarétt. Því þarf að gæta sérstaklega vel að réttindum barna því þau geta ekki gætt hans sjálf.  Sérstök yfirlýsing um réttindi barna var fyrst kynnt til sögunnar og samþykkt árið 1959 á vettvangi sameinuðu þjóðanna.  Sú yfirlýsingi byggist á mörgu frá yfirlýsingu þjóðarbandalagsins.

Flestum aðildarþjóðum SÞ þótti yfirlýsingin ekki nægja til að vernda réttindi barna og var því árið 1979 hafist handa við að undirbúa nýjan samaning sem í dag er best þekktur sem barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna. Samningurinn var síðan samþykktur og undirritaður 20. nóvember árið 1989. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og tekur fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Sáttmálinn var fullgildur í lög á Íslandi 20. nóvember 2013

UNICEF er starfandi að einhverju leiti í 190 löndum. Aðal stefnumótun og stjórnun samtakana fer fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Samtökin eru með dreifingarstöð sína staðsetta í Kaupmannahöfn, hún sér m.a um að dreifa lyfjum (bólusetningarlyf) til þróunarlanda. UNICEF rekur einnig rannsóknarstofur í Flórens, Japan og Brussel.

Í 36 löndum er svo kallaðar landsnefndir Unicef starfandi. Aðalverkefni þessara nefnda er að halda uppi fræðslu um réttindi barna, búa til skýrslur, safna styrkjum til verkefna UNICEF og selja UNICEF vörur. Þessar nefndir eru undir ströngu fjárhagseftirliti frá UNESCO ráði. UNICEF er með opið bókhald og getur hver sem er fengið að skoða það. Þau gefa út þær upplýsingar að 80% af söfnuðu féi fer beint til barnanna 20% fer í að halda uppi rekstri.

UNICEF vinnur eftir 4 ára áætlun sem var sett 2014 og á að ljúka 2017. Áætlunin var sett útfrá niðurstöðum fyrri áætlana og þeim lærdóm sem þau höfðu dregið af þeim. Megin markmið áætlunarinnar er að viðurkenna réttindi hver barns og þá sérstaklega þeirra sem er verst stödd.

í áætluninni er talað um 5 megin markmið, þau eru:

  1. Tryggja líf og þroska ungra barna(koma í veg fyrir að börn undir 5 ára aldri deyja af læknalegum ástæðum) .
  2. Tryggja réttindi allra barna til grunnmenntunar.
  3.  Tryggja að börn smitist ekki af HIV og að þeim sé veitt réttu læknisaðstoðina ef þau smitast.
  4.  Verndun barna gegn ofbeldi.
  5. Tryggja mannúðaraðstoð til barna.

Íslandsdeild Barnahjálpar Sameinuðu þjóðana var stofnuð þann 12. mars 2004 og er sjálfseignarstofnun. Starf þeirra felst í því að berjast fyrir réttindum barna á Íslandi með hagmunagæslu og réttindafræðslu. Það er gert með ýmsum hætti, m.a er staða barna á Íslandi skoðuð og skýrslur gerðar, einnig er gefið út fræðsluefni um réttindi barna. UNICEF á Íslandi vinnur einnig að söfnun fyrir verkefni erlendis. Peningur í slík verkefni kemur aðalega frá mánaðarlegum styrktaraðilum sem eru kallaðir heimsforeldrar. Einnig er hægt að gefa einstakt framlag en það er oftast gefið í formi sannra gjafa sem UNICEF selur.  

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.