Type O Negative var bandarísk goth-þungarokkssveit frá metal Brooklyn, New York. Hún var stofnuð árið 1989 af Peter Steele, Kenny Hickey, Josh Silver og Sal Abruscato. Trommarinn Johnny Kelly kom síðar. Tónlistin var mörkuð af djúpri röddu Steele og þungum, hægum riffum.

Type O Negative, Berlin , 2007.
Type O Negative 2007

Sveitin naut vinsælda um miðjan 10. áratug 20. aldar og seldust plöturnar Bloody Kisses og October Rust vel. Tónlist hennar var spiluð á MTV, VH1 og greinar voru birtar í tímaritum á borð við Rolling Stone. Algeng yrkisefni sveitarinnar voru rómantík, þunglyndi og dauði. Miklir áhrifavaldar á hljómsveitina voru Bítlarnir og Black Sabbath. Grínuðust þeir með því að kalla sig The drab four (í stað The fab four eins og Bítlarnir voru kallaðir)

Með andláti Pete Steele árið 2010 lögðu hinir meðlimirnir bandið niður og hafa starfað fyrir ýmsar hljómsveitir síðan.

Steele, sem var m.a. af norskum og íslenskum ættum, hannaði merki fyrir hljómsveitina og meðal annars Vínlandsfána sem var grænn og með skandinavískum krossi (fáninn hefur síðan verið notaður af hvítum öfgamönnum). Nafnið Type O Negative kemur úr blóðflokki -O.

Meðlimir

breyta
  • Peter Steele – Söngur og bassi, (1989–2010)
  • Kenny Hickey – Gítar, söngur og bakraddir (1989–2010)
  • Josh Silver – Hljómborð, píanó og bakraddir (1989–2010)
  • Johnny Kelly – Trommur (1993–2010)

Fyrrum meðlimur

breyta
  • Sal Abruscato – Trommur (1989–1993)

Breiðskífur

breyta
  • Slow, Deep and Hard (1991)
  • The Origin of the Feces (1992)
  • Bloody Kisses (1993)
  • October Rust (1996)
  • World Coming Down (1999)
  • Life Is Killing Me (2003)
  • Dead Again (2007)