Tyne-á

(Endurbeint frá Tyneá)

Tyne-á er á í Norðvestur-Englandi. Áin myndast þar sem Norður-Tyne, sem rennur frá landamærum Skotlands, kemur saman við Suður-Tyne, sem rennur frá Cumbria, nærri Hexham í Norðymbralandi. Hún rennur svo 200 mílur (321,8km) til sjávar við bæina South Shields og Tynemouth. Á leið sinni rennur hún framhjá borginni Newcastle upon Tyne og bæjunum Gateshead, Hebburn og Jarrow.

Árbakkinn í Newcastle

Áin rennur um stórt kolanámusvæði og var því mikilvæg flutningsleið kola frá 13. öld fram yfir miðja 20. öld. Við ármynnið voru stórar skipasmíðastöðvar á 19. og 20. öld og neðri hluta árinnar var breytt mikið á þeim tíma.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.