Tvísöngur (listaverk)

Tvísöngur er útilistaverk eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjörð á Austurlandi og var formlega vígt 5. september 2012. Nafn verksins vísar í afbrigði af tveggja radda söng. Verkið, sem er einskonar hljóðskúlptúr, samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni.[1][2]

Tvísöngur árið 2020

Tilvísanir

breyta
  1. Austurland, Austurbrús SES / Áfangastaðurinn. „Tvísöngur“. Visit Austurland. Sótt 10. september 2023.
  2. „Tvísöngur – Skaftfell – Listamiðstöð Austurlands“. Sótt 10. september 2023.