Búrgundíska
(Endurbeint frá Tungumál Búrgunda)
Búrgundíska er útdautt austurgermanskt tungumál sem Búrgundar töluðu á 5. til 7. öld í suð-austur Frakklandi; Búrgund.
Lítið er vitað um málið. Líklega er það germanskt og skylt gotnesku.
Ritheimildir eru flokkaðar í þrennt.
- Einstök nöfn fengin frá legsteinum og nöfnum konunga á sleginni mynt.
- Stuttar áletranir á nælum og öðrum litlum málmhlutum (t.d. sögnin uþfnþai og af þessu má ætla að málið hafi inniborið óraddað tannvaramælt önghljóð þótt þess séu dæmi að þ hafi táknað ð í fornum textum)
- Nokkur lagaleg orð úr Lex Burgundia (svo sem wittimon = gifting, væntanlega sama orð og wedding í ensku).
Aðrar heimildir óbeinar eru:
- Örnefni og staðaheiti, það augljósasta auðvitað Burgundy-hérað í Frakklandi, en annars er ekki auðvelt að greina heiti úr máli Búrgunda frá heitum annara þýskra þjóðflokka.
- Áætluð áhrif á eru á frönsku í suðausturhlutanum og svissneska frönsku en fátt er vitað með vissu.