Túkaninn
(Endurbeint frá Tucana)
Túkaninn eða Piparfuglinn (latína: Tucana) er stjörnumerki á suðurhimni sem hollenski stjörnufræðingurinn Petrus Plancius nefndi eftir fuglinum túkan á 16. öld. Túkaninn, Tranan, Fönix og Páfuglinn eru saman þekkt sem „Suðurfuglarnir“.
Túkaninn er fremur dauft stjörnumerki. Bjartasta stjarnan er tvístirnið Alfa Tucanae. Í stjörnumerkinu eru kúluþyrpingin 47 Tucanae og megnið af Litla Magellanskýinu.