Páfuglinn (latína: Pavo) er stjörnumerki á suðurhimni sem birtist fyrst á stjörnukorti eftir Petrus Plancius og Jodocus Hondius árið 1598. Páfuglinn er einn af „suðurfuglunum“, ásamt Trönunni, Fönix og Túkananum.

Páfuglinn á stjörnukorti.

Bjartasta stjarna merkisins, Alfa Pavonis, er líka þekkt sem „Páfuglinn“. Sex sólkerfi með reikistjörnum hafa uppgötvast í Páfuglinum, þar á meðal HD 181433 með ofurjörð. Þar eru líka fjórða bjartasta kúluþyrpingin á næturhimninum, NGC 6752, og þyrilþokan NGC 6744 sem líkist Vetrarbrautinni, en er tvöfalt stærri.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.