Kólibrífugl

(Endurbeint frá Trochiliformes)

Kólibrífuglar (fræðiheiti: Trochilidae) eru ætt lítilla þytfugla sem hafa þann hæfileika að geta haldið sér kyrrum í loftinu með því að blaka vængjunum ótt og títt. Þeir geta þannig haldið kyrru fyrir meðan þeir lepja blómasafa með langri og mjórri tungunni. Kólibrífuglar eru einu fuglarnir sem geta flogið afturábak. Hunangsbríi (Mellisuga helenae) er minnsti fugl í heimi, aðeins um 5 sm langur.

Kólibrífuglar
Kólibrífugl með tunguna úti.
Kólibrífugl með tunguna úti.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Þytfuglar (Apodiformes)
Ætt: Trochilidae
Vigors, 1825
Undirættir

Í Sibley-Ahlquist-flokkuninni eru kólibrífuglar flokkaðir sem sérstakur ættbálkur, Trochiliformes.

  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.