Triglav (Þríhaus eða Þrítindur) er hæsti tindur Slóveníu og Júlísku Alpanna. Hann er 2864 metrar að hæð og er lítill jökull á toppnum. Fjallið var fyrst klifið árið 1778. Á toppnum er lítill turn sem er ætlaður sem skjól fyrir stormi. Hann var settur upp árið 1895 ásamt stærra skjóli, Stanič, sem er 55 metrum neðar og hefur rými fyrir fleiri. Fjallið hefur verið tákn sjálfstæðisbaráttu Slóvena og er á skjaldarmerki og fána landsins. Triglav-þjóðgarðurinn er umhverfis fjallið.

Triglav.
Triglav frá Lesce.
Triglav frá Golica.
Aljaz-turninn á toppnum.
Triglav á skjaldarmerki Slóveníu.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Triglav“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. jan. 2017.