Tre allegri ragazzi morti

Tre allegri ragazzi morti (ítalska: „þrír kátir dauðir strákar“) er ítölsk pönkhljómsveit frá Pordenone stofnuð árið 1994. Hljómsveitin er skipuð myndasöguhöfundinum Davide Toffolo sem áður var í Great Complotto-hljómsveitinni Futuritmi (söngur, gítar), Enrico Molteni (bassi) og Luca Masseroni (trommur). Hljómsveitin notast við hauskúpugrímur á hljómleikum og í myndböndum. Hljómsveitin hefur gefið út tíu hljómplötur, þær síðustu undir sínu eigin merki La Tempesta frá 2000. Hljómsveitin sló fyrst í gegn með tónleikaplötu, Piccolo intervento a vivo, árið 1997. Eftir það gáfu þeir út eina plötu fyrir BMG en stofnuðu stuttu síðar eigin útgáfu.

Hauskúpugríman sem hljómsveitarmeðlimir notast við.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.