Tröllamjöl
Tröllamjöl er köfnunarefnisáburður í landbúnaði sem er notaður gegn arfa og mosa. Hæfilegt magn er um 150-200 grömm af tröllamjöli á 100 fermetra. Sumum þykir tröllamjölið spilla bæði sprettu og gæðum samanborið við illgresisherfinguna, en áhrif þess á illgresið eru áþekk og herfingarinnar þegar vel tekst til. Snarrót má drepa með tíðum árásum á grasbrúskana með búrhníf og bera annað hvort tröllamjöl í rótarsárið eða matarsalt.